Páskagleði hjá CapeTours

Róið á víkinni
Róið á víkinni

 

CapeTours á Grenivík ætlar að opna dyr sínar á skírdag og bjóða gestum (16 ára og eldri) að prufa að sigla smá ferð um höfnina og meðfram strandlínu Grenivíkur. Frábært tækifæri fyrir þá sem vilja prufa kajak, kynna sér starfssemi CapeTours og fyrir þá sem vilja komast nær náttúrunni. 

Byrjar kl 9:00 og fær hver gestur um klukkutíma, gestir geta komið í hópum en hámark eru 4 í hóp. 

Þátttaka er gjaldfrjáls en krefst skráningar með nafni, símanúmeri og ósk um tíma.

Skráning fer fram á info@capetours.is