Páskaeggjabingó og félagsvist á vegum Kvenfélagsins Hlínar ! Skemmtun fyrir alla.

Hið árlega páskabingó Kvenfélagsins Hlínar verður haldið sunnudaginn 21. mars kl. 14.00 í græna salnum í skólanum.  

Páskaegg og súkkulaði í vinninga!  

Einnig stendur Kvenfélagið fyrir félagsvist fjögur kvöld í röð í mars og apríl. Þetta verður skemmtun fyrir ALLA.  

Fyrsta kvöldið var 15. mars, næsta verður þriðjudaginn 23 mars, mæting stundvíslega kl 19.30, í græna salnum í skólanum.

Allar frekari upplýsingar má finna á viðburðadagatalinu.