Orðsending til hundaeigenda

Nokkuð algengt hefur verið að sjá lausa hunda á ferðinni á Grenivík en samkvæmt reglum um hundahald á slíkt ekki að gerast.  Nú er Grenivíkurgleði fyrir höndum og mikið af fólki verður á ferðinni í þorpinu og börnin að leika sér og hamast.  Við þær aðstæður er enn mikilvægara að vel sé gætt að hundum.

Eigendur hunda eru eindregið hvattir til að lesa reglur um hunda- og kattahald og íhuga hvernig þeir standi sig við að fara eftir þeim, reglurnar er að finna hér.

Eigum svo gleðilega og slysalausa helgi saman.

Sveitarstjóri