Sundlaugin verður lokuð 25. maí - 28. maí vegna framkvæmda

Dagana 25. maí - 28. maí verður laugin lokuð vegna framkvæmda á sundlaugarsvæðinu.

Um er að ræða ílagningu snjóbræðslu í stéttar við laugina og verður það mikil framför fyrir svæðið og dregur vondandi stórlega úr allri slysahættu þegar vetrar.

Seinni hálfleikur í þessari framkvæmd verður síðan unninn um miðjan ágúst þegar sett verður endanlegt yfirborðsefni.

 

Gleðilegt sumar og njótið ... alla leið!