Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki hjá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.  Umsóknarfrestur er til kl. 12.00 á hádegi þann 7. nóvember næstkomandi.

Af þessu tilefni verða starfsmenn Eyþings / Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar með viðveru þar sem veitt verður ráðgjöf við gerð umsókna.  Hér á Grenivík verður sú viðvera á skrifstofu hreppsins þriðjudaginn 16. október kl. 14:00 til 15:00 og eru áhugasamir hvattir til að mæta.

Eftir þann tíma geta menn leitað beint til starfsmanna AFE og Eyþings, sjá auglýsingu.