Óbreytt opnun á sundlaug og líkamsrækt

Engin ástæða til að láta þessi lífsins gæði ónotuð!
Engin ástæða til að láta þessi lífsins gæði ónotuð!

Að svo stöddu verður óbreytt opnun á sundlaug, heita potti og líkamsrækt Grenivíkur. Saunaklefinn verður hinsvegar lokaður. Takmarkanir hafa verið ákvarðaðar eftirfarandi um hegðun og háttarlag fólks og förum við þess á leit við ykkur að þeim verði fylgt í hvívetna.          

            - Fylgja skal eftir tveggja metra fjarlægðarradíus milli fólks við allar athafnir hér í húsi (búningsklefar, sturtur, ræktin, sundlaugin, potturinn og um allt).

            - Hámarksfjöldi í líkamsræktarsalnum verður fjórar persónur og þrjár í pottinum og skal fólk fylgja eftir tveggja metra fjarlægðarviðmiðinu eins og mögulegt er.

Ætlumst við til að fólk fari í hvívetna eftir þeim ráðleggingum sem allir kunna, að þrífa vel hendur og sótthreinsa áður en farið er að höndla með tækin í ræktinni og vera dugleg að sótthreinsa tækin bæði áður og eftir að þau eru notuð. Þegar svo salurinn er yfirgefinn skulu hendur sótthreinsaðar. Sé komið að ræktinni og fjórar persónur eru við íþóttaiðkun skal doka við þar til pláss losnar.

           

Endilega verið dugleg að hreyfa ykkur og verið velkomin hér í hús.

Umsjónarmaður.