Nýtt í gjaldskrá, kort í sund og rækt

Hollt fyrir bæði líkama og sál.
Hollt fyrir bæði líkama og sál.

Sveitarstjórn staðfesti á fundi sínum þann 20. mars 2023 viðbætur við gjaldskrár sundlaugar og líkamsræktarstöðvar og tekur breytingin þegar gildi.

Nú er hægt að kaupa mánaðarkort og árskort í sund og rækt saman, og er þá gjaldið 25% lægra en áður var fyrir bæði kort aðskilin.

Mánaðarkortið kostar kr. 9.975,-.

Árskortið kostar kr. 47.550,-