Nýr umsjónarmaður tekur til starfa

Fjölnir er mættur til starfa.
Fjölnir er mættur til starfa.

Ráðinn hefur verið nýr umsjónarmaður fasteigna, íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis.  Hann heitir Fjölnir Þeyr Eggertsson og er Akureyringur.  Fjölnir er húsasmiður að mennt og hefur síðustu sjö árin starfað hjá Becromal, undanfarin ár sem vaktstjóri.  Sambýliskona hans er Ásdís Árnadóttir og eiga þau tvo syni, 5 og 10 ára gamla.

Við bjóðum Fjölni hjartanlega velkominn til starfa hjá Grýtubakkahreppi.