Nýir starfsmenn SBE

Nýir starfsmenn hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar.

Tveir nýir starfsmenn hafa hafið störf á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar (SBE).

Jakobína Ósk Sveinsdóttir er nýr starfsmaður á skrifstofu embættisins og mun hún annast móttöku erinda, umsjón teikningasafns og kortasjár og koma að úrvinnslu mála. Jakobína er menntuð í landafræði og er með B.Sc. gráðu á því sviði frá H.Í. Jakobína Eyfirðingur að uppruna og er upp alin á Vatnsenda í Eyjafjarðarsveit.

Sigríður Kristjánsdóttir hefur tekið við embætti skipulagsfulltrúa í aðildarsveitarfélögum SBE. Sigríður er með Ph.D gráðu í umhverfisvísindum frá Háskólanum í Birmingham í Bretlandi, meistaragráðu í skipulagsfræði frá Háskólanum í Washington, Seattle í Bandaríkjunum og B.Sc. gráðu í landfræði frá H.Í.. Sigríður hefur starfað við rannsóknir og kennslu á sviði skipulagsmála í um 25 ára skeið og hefur á þeim tíma haft samstarf við fjölda erlendra og innlendra háskóla. Sigríður hefur flutt erindi á fjölda ráðstefna um skipulagsmál , ritað fjölda ritrýndra greina og bókarkafla á sviði skipulagsmála og verið dómskvaddur matsmaður í dómamálum. Sigríður hefur auk þess haft forgöngu um uppbyggingu skipulagsfræðináms við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og hefur um árabil veitt skipulagsfræðinámi við skólann forystu. Sigríður er Eyfirðingur að uppruna og er upp alin í Kaupangi í Eyjafjarðarsveit.

Jakobína og Sigríður eru kærkominn liðstyrkur fyrir Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar og munu efla styrkja starfsemina til muna.

 

 

Með bestu kveðju,

Vigfús Björnsson

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar

Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri

S: 463 0621 / Tölvupóstur: sbe@sbe.is