Miðgarðar 16 auglýstir á ný til sölu

Miðgarðar 16, parhúsíbúð til sölu
Miðgarðar 16, parhúsíbúð til sölu

Íbúðin að Miðgörðum 16 á Grenivík var auglýst til sölu í desember.  Eins og fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar 8. janúar s.l., bárust tvö tilboð og var ákveðið að ganga að hærra tilboðinu sem var upp á kr. 18.100.000,-. 

Bjóðendur féllu frá því tilboði á grundvelli fyrirvara sem í tilboðinu var, en buðust til að greiða 17,5 mkr. fyrir íbúðina.

Sveitarstjórn telur fyrirvarann ekki gildan til lækkunar á boðinu og hefur ákveðið að hafna þeim tilboðum sem bárust í íbúðina og auglýsa hana að nýju.

Auglýsinguna er að finna hér á heimasíðunni undir tilkynningar.