Málverkasýning – Gleðilegir páskar!

Á síðasta ári barst Grýtubakkahreppi höfðingleg gjöf frá Listaverkasafni Valtýs Péturssonar.  Eru það 12 málverk sem spanna hans langa feril, en Valtýr var fæddur á Grenivík 27. mars 1919.  Á sunnudaginn, 25. mars kl. 13:00, verður opnuð sýning á verkunum og einu til sem Grenivíkurskóli átti fyrir.  Verður hún í Gamla Skóla og opin daglega kl. 13 – 17 fram á páskadag.  Við opnunina á sunnudag verður boðið upp á léttar veitingar og Birna Eyfjörð Þorsteinsdóttir mun leika nokkur lög.  Íbúar og gestir eru hvattir til að líta inn í Gamla Skóla og njóta listar fyrir augu og eyru.

Ýmislegt fleira er í boði um páskana og er dagskrána að finna hér til hliðar.  Gleðilega páska!