Magnamessa

Magnamessa í Grenivíkurkirkju sunnudagskvöldið 19. mars kl. 20.00. Íþróttafélagið Magni fagnaði aldarafmæli árið 2015 og hefur eflt mannlífið í Grýtubakkahreppi svo um munar. Þá staðreynd er gott að bera fram í bæn og þökk. Í Magnamessu mun Þorsteinn Þormóðsson formaður Magna flytja ávarp. Kirkjukórinn syngur Magnalagið undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur og fleiri lög munu hljóma sem tengjast íþróttasviðinu. Síra Bolli flytur hugvekju um trú og íþróttir. Kvenfélagið Hlín ber fram fótboltaköku sem fær að kitla bragðlauka viðstaddra í safnaðarstofu að messu lokinni. Þar verður síðan hægt að skoða myndasyrpu eftir hirðljósmyndara Magna Frímann Kristjánsson. Allir hvattir til að mæta til messunnar í einhverju Magnatengdu en það er engin skylda, bara skemmtilegt. Verið öll hjartanlega velkomin!! Áfram Magni!!!