Lýðheilsugöngur á miðvikudögum

Hollusta fyrir kroppinn og andann
Hollusta fyrir kroppinn og andann

Hér eins og í öðrum hreppum er efnt til Lýðheilsugöngu hvern miðvikudag í september. Lagt upp frá Jónsabúð kl. 18:00 og gengið um móa og mela í klukkutíma eða rúmlega það.

Lýðheilsuganga er fyrir alla sem geta gengið, unga sem gamla.  Á miðvikudaginn var mættu bara fjórir. Full ástæða er fyrir fleiri að prófa þetta. Bara mæta við Jónsabúð kl. 18:00.  Leiðin verður valin eftir því hverjir mæta.

Það er Björn Ingólfsson sem leiðir göngurnar og ekki örgrannt um að menn fái jafnvel góða sögu í kaupbæti með góðri hreyfingu.