Lengri opnun sundlaugar um helgina

Orgar brim á björgum,
bresta öldu hestar,
stapar standa tæpir,
steinar margir veina.
Þoka úr þessu rýkur,
þjóð ei spáir góðu.
Halda sumir höldar
hríð á eftir ríði.

Þessi meitlaði og kynngimagnaði texti Bjargar á Látrum á ekki við um sundlaug Grenivíkur en helgaropnun hennar komandi helgi, 12. og 13. mars verður eftirfarandi:

Laugardag kl. 10:00 - 18:00

Sunndudag kl. 10:00 - 16:00

Endilega láttu sjá þig og hafðu gaman.

 

Ath.:  Breytingar á opnun eru auglýstar á Facebook síðu sundlaugarinnar.