Leikskólinn Krummafótur 25 ára

Síðastliðinn föstudag, 2. maí, fagnaði Krummafótur 25 ára afmæli.

Af því tilefni var opið hús í leikskólanum og var gestum og gangandi boðið upp á kaffi og afmælisköku. Á sama tíma gafst gestum kostur á að skoða ljósmyndasýninguna MEÐ OKKAR AUGUM en börnin á Krummafæti höfðu farið í göngutúra um víkina með myndavél og tekið myndir af því sem vakti athygli þeirra. Einnig voru önnur listaverk eftir börnin til sýnis.

Krummafótur fékk veglega gjöf frá Sænesi og Kvennfélaginu Hlín í tilefni afmælisins. Sænes gaf einingakubba sem nýtast hvort tveggja í kennslu og í leik og Kvennfélagið gaf peningastyrk til kaupa á skáp undir kubbana.

Gaman var að sjá hve vel var mætt en áætlað er að um 80 gestir hafi komið í heimsókn.