Leigufélagið Bríet ehf. og Grýtubakkahreppur óska eftir byggingaraðilum til að taka þátt í uppbyggingu íbúða

Leigufélagið Bríet ehf. og Grýtubakkahreppur stefna að uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum til framtíðar útleigu til einstaklinga og fjölskyldna á Grenivík og auglýsa því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Bríeti.

Gögn fyrir samstarfsaðila er hægt að nálgast með að senda tölvupóst á gudmundur@briet.is og soffia@briet.is og skulu umsóknir skilað fyrir þriðjudaginn 30. nóvember 2021.

Við val á byggingaraðilum til samstarfs verður tekið tillit til reynslu aðila ásamt hagkvæmni og gæða lausna.

Nánari upplýsingar veitir eignaumsýsla Leigufélagsins Bríetar ehf. í gegnum tölvupóstinn gudmundur@briet.is auk framkvæmdarstjóra félagsins soffia@briet.is.