Laufáskirkja 160 ára afmæli

Sr. Hafdís Davíðsdóttir sóknarprestur í Laufási, sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum og sr. Svavar Alfreð Jónsson prófastur munu þjóna við altari.

Kór Laufáss/Grenivíkurkirkju/Svalbarðskirkju syngur undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista.

Að messu lokinni verður boðið upp á afmælis messukaffi í Þjónustuhúsi Laufáss sem kvenfélagið Hlín sér um.

Verið öll hjartanlega velkomin!