Kyndilgangan

Grenivíkurskóli í kyndilgöngu
Grenivíkurskóli í kyndilgöngu

Nemendur Grenivíkurskóla fóru í hina árlegu kyndilgöngu í gærmorgun.  Gengið var frá skólanum að leikskóla, síðan að Grýtu og Grenilundi. Sungu börnin jólalögin af innlifun á hverjum viðkomustað, hreint eins og englar, öllum til gleði sem fengu að njóta. Veðrið lék við Grenivíkinga að þessu sinni. Hafi börnin heila þökk fyrir þennan skemmtilega sið.