Kór eldri borgara mætir fyrir utan Grenilund mánudaginn 6. desember

Kór eldri borgara

Kór eldri borgar undir stjórn Petru ætlar að koma á mánudaginn 6. des kl 16.00. fyrir utan Grenilund og syngja nokkur jólalög (ef veður leyfir). Undanfarin ár hefur þessi magnaði kór komið á Grenilund og sungið jólalög. Venjulega koma þau inn, en svo að við missum ekki af þeim þá ætla þau að vera svo elskuleg að syngja fyrir okkur úti. Þau vilja helst fá sem flesta áheyrendur og hvetjum við því alla til þess að koma og hlýða á þau. Komum okkur í jólagírinn mætum fyrir utan Grenilund í jólaskapi