Kjörskrá lögð fram - kosningar

Kjörskrá vegna alþingiskosninga sem fara fram 28. október n.k., liggur frammi á skrifstofu Grýtubakkahrepps á opnunartíma til kosninga.

Íbúum er einnig bent á upplýsingavef innanríkisráðuneytis, www.kosning.is, en þar má nálgast ýmsar upplýsingar um kosningarnar og kanna stöðu sína á kjörskrá.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er einnig hafin og er hægt að kjósa á skrifstofu hreppsins fram að kjördegi, á opnunartíma skrifstofunnar.