Íbúar almennt ánægðir

Mikil ánægja er með sundlaugina, enda aðstaðan orðin afar skemmtileg.
Mikil ánægja er með sundlaugina, enda aðstaðan orðin afar skemmtileg.

Dagana 18. til 21. febrúar var framkvæmd ánægjukönnun meðal íbúa sveitarfélagsins.  Niðurstöður voru kynntar fyrir sveitartjórn á fundi hennar í gær og bókaði sveitarstjórn eftirfarandi:

"Ánægjukönnun íbúa Grýtubakkahrepps.

Sveitarstjórn þakkar íbúum fyrir góða þátttöku og gagnlegar ábendingar. Sveitarstjórn telur niðurstöður góðar og að ábendingar muni nýtast sveitarstjórnum vel á næstu misserum. Niðurstöður verða birtar á heimasíðu hreppsins, www.grenivik.is."

Það er afar jákvætt hve mikil ánægja mælist með búsetu í hreppnum, þá mældist almennt ánægja með stofnanir hreppsins og óánægja lítil, jafnvel engin.

Ein opin spurning var þar sem íbúar komu með margar gagnlegar ábendingar sem verða sveitarstjórn og kannski enn frekar komandi sveitarstjórn, til leiðbeningar um áherslur.

Niðurstöður í heild er að finn í þessari skýrslu: Ánægjukönnun - niðurstöður.