Íbúafundur 30. september

Almennur íbúafundur verður haldinn í matsal Grenivíkurskóla mánudaginn 30. september kl. 20:00.

Dagskrá:

  • Sveitarstjóri fer yfir rekstur og fjárfestingar sveitarfélagsins
  • Breytingar á sorphirðumálum
  • Forsvarsmenn Norðurorku kynna niðurstöður leitar að heitu vatni hér austan megin fjarðar og ræða gjaldskrármál

Fyrirspurnir og umræður eftir hvern lið.

Íbúar eru hvattir til að mæta, fylgjast með og koma sínum sjónarmiðum á framfæri eftir atvikum.