Íbúafundur 30. apríl 2019

Íbúafundur verður haldinn í litla sal Grenivíkurskóla þriðjudaginn 30. apríl kl. 20:00.

Dagskrá:

  1. Rekstur Grýtubakkahrepps.  Sveitarstjóri fer m.a. yfir rekstur og fjárfestingar, horfur og áskoranir.
  2. Kolefnishlutlaus Eyjafjörður.  Guðmundur H. Sigurðarson framkvæmdastjóri Vistorku ræðir aðgerðir í umhverfis-, úrgangs- og orkumálum í víðu samhengi.
  3. Hvað gerum við?  Helgi Pálsson rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands fer yfir þróun úrgangsmála og flokkun til endurvinnslu.

Íbúar eru hvattir til að fjölmenna, hlýða á fróðleg erindi og taka þátt í umræðum.

Sveitarstjóri