Íbúafundur 1. júní

 

Næsta fimmtudag, 1. júní,  verður haldinn árlegur íbúafundur Grýtubakkahrepps. Fundurinn verður í litla sal Grenivíkurskóla og hefst kl. 20:00.

Á fundinum verður farið yfir fjárhag hreppsins, framkvæmdir og skipulagsmál.

Einnig mun Jóhann Ingólfsson kynna stöðu mála hjá Sænesi.

Íbúar eru hvattir til að mæta vel, fræðast og leggja fram fyrirspurnir um þessi málefni.

Sveitarstjóri.