Hvað er þjóðlegra en kaffihlaðborð í Laufási á þjóðhátíðardaginn

Líttu við í Laufási skoðaðu bæinn og gæddu þér á dýrindis veitingum í Gestastofunni sem Kvenfélagið Hlín reiðir fram. Í Laufáskirkju heldur sr. Gunnar þjóðhátíðarmessu við almennan kirkjusöng. Nágrannar okkar úr Pólarhestum teyma undir á hlaðinu og leikjastöðvar verða í kringum bæinn.