Hríseyjarferð eldri borgara - ATH breyttur tími

Áskell Egilsson í hvalaskoðunarferð frá Grenivík
Áskell Egilsson í hvalaskoðunarferð frá Grenivík

Ákveðið hefur verið að fresta ferðinni um einn sólarhring þ.e. farið verður frá Grenivíkurhöfn kl. 13:30 á föstudag 5. ágúst. Það er ennþá laust pláss svo hægt er að bæta við skráningum til miðvikudagskvölds 3. ágúst.

 - - - -

Grýtubakkahreppur í samstarfi við Félag eldri borgara í Grýtubakkahreppi býður íbúum sveitarfélagsins 60 ára og eldri til skemmtiferðar til Hríseyjar fimmtudaginn 4. ágúst 2022. Áætlað er að fara frá Grenivíkurhöfn kl. 13:30 og er farkosturinn hvalaskoðunnarbáturinn Áskell Egilsson sem hefur rúm fyrir 40 farþega. Ef ekki er gott sjóveður er ætlunin fara nokkuð fyrr og safnast saman í bíla og aka að Litla-Árskógssandi og taka Hríseyjarferjuna Sævar sem fer þaðan kl. 13:30.

Í Hrísey er áætlað að dvelja um það bil 3 klst. og er þar hægt að fara í stutta gönguferð um eyjuna, skoða söfn t.d. Hús Hákarla Jörundar, Gallerí Perlu, Holt hús Öldu Halldórsdóttur eða bara reika um staðinn. Áður enn haldið verður heim er boðið til kaffidrykkju í Veitingasstofu Verbúðarinnar 66 sem er við höfnina í Hrísey. Veitingar og ferðakostnaður er í boði Grýtubakkahrepps en aðgangseyrir að söfnum greiða þátttakendur sjálfir. Heimferð er áætluð um kl. 17:00

Vegna undirbúnings er okkur nauðsyn að hafa einhverja vitneskju um þátttöku og er fólk því beðið um að tilkynna þátttöku sína fyrir þriðjudagsdagskvöld 2. ágúst og ef þátttaka verður umfram 40 manns gildir að þeir sem fyrstir skrá sig ganga fyrir.

Þátttaka tilkynnist í síma:

899-3148 Ásta

866-5606 Inga

896-3231 Grétar

eða á facebook síðu Félags eldri borgara í Grýtubakkahreppi (Elli).

Ferðin er styrkt af félagsmálaráðuneytinu sem liður í eflingu félagsstarfs aldraðra eftir covid-19 tíma.