Hjarta Grenivíkur

Eins og endranær eru unglingar við vinnu í vinnuskólanum í sumar við snyrtingu og fegrun þorpsins. Þær Matthildur Bolladóttir og Auður Gunnarsdóttir fengu það hlutverk að planta blómum í lítið beð og tóku þær sig til og gerðu lítið listaverk sem þær nefna „Hjarta Grenivíkur“. Gaman þegar sköpunargleðin fær að njóta sín og heimamenn og gestir geta svo skemmt sér við að finna hjartað!