Hertar aðgerðir á ný, sundlaug lokar

Enn hefur covid herjað á samfélagið og nýjar reglur tóku gildi á miðnætti.  Sundlaug og líkamsrækt hefur verið lokað, grunnskólinn kominn í páskafrí en leikskólinn heldur óbreyttri starfsemi.  Reglurnar gilda til 3ja vikna, framhaldið ræðst af þróun smita.

10 manna hámark er á samkomum og því miður fara plön margra um páskana út um þúfur.  Við verðum að leggjast á eitt og fara að reglum og kveða þessa bylgju niður strax í fæðingu. 

Bólusetningar halda áfram og nú með vaxandi hraða, það gefur okkur von um að hlutir færist í venjulegra ástand þegar kemur lengra fram á.

Upplýsingar um nýjar reglur má finna hér og almennarupplýsingar um faraldurinn á www.covid.is.