Helgin framundan

Þegar covid herjar og ekki er mælt með návígi við marga, hvað er þá betra en fjallganga?  T.d. er stikuð gönguleið á Kaldbak, og léttari gönguleiðir margar á svæðinu t.d. á Þengilhöfða.

Veðurspá fyrir verslunarmannahelgina er góð, njótum útiveru og styrkjum sál og líkama en förum varlega.

Á eftir er tilvalið að láta líða úr sér í glæsilega pottinum í sundlauginni, útsýnið yfir Grenivík og Eyjafjörð svíkur engan.