Heimsókn Ólafsfirðinga

Ólafsfirðingar ætla að sækja okkur heim sunnudaginn 1. október og við messum saman í Grenivíkurkirkju kl. 14.00.  Sr. Bolli og sr. Sigríður Munda Jónsdóttir leiða saman helgihaldið og mun sr. Sigríður, klerkur þeirra Ólafsfirðinga, útleggja Guðsorðið í prédikun. Gengið verður að borði Drottins. Kirkjukórar synga saman undir stjórn organista sóknanna Petru Bjarkar og Ave Tonisson. Kaffisamsæti í Grenivíkurskóla strax að lokinni athöfn í umsjá kirkjukórs Laufáss-og Grenivíkursóknar. Við bjóðum Ólafsfirðinga, góða nágranna, velkomna og verið öll hjartanlega velkomin til guðsþjónustunnar!