Heimaleikir Magna - sundlaug lokar fyrr næstu laugardaga

Magni lagði Njarðvík 2-0, mynd af síðu Magna.
Magni lagði Njarðvík 2-0, mynd af síðu Magna.

Næstu þrjá laugardaga leikur Magni heima á Grenivík í Inkasso-deildinni.  Því lokar sundlaugin kl. 14:00 þessa daga.

14. júlí kemur ÍR í heimsókn,  21. júlí HK og 28. júlí koma Haukar.

Það mæta allir á völlinn og hvetja Magna, gengið ekki verið alveg eftir bestu vonum til þessa en góði kaflinn hér heima er eftir.  Það verður því mikið fjör á þessum leikjum og Magni mun ekki gefa sætið í Inkasso-deildinni eftir baráttulaust, svo mikið er víst.