Grenivíkurskóli fær veglegan styrk frá Sænesi ehf.

Fjóla Stefánsdóttir og Jóhann Ingólfsson frá Sænesi afhenda spjaldtölvurnar.
Fjóla Stefánsdóttir og Jóhann Ingólfsson frá Sænesi afhenda spjaldtölvurnar.

Fyrir jól fékk Grenivíkurskóli veglegan styrk frá Sænesi ehf., sem gerði skólanum kleift að kaupa spjaldtölvur fyrir nemendur í 1.-4. bekk.

Spjaldtölvurnar eru nú komnar í notkun og virkilega skemmtilegt og spennandi að bæta þeim við í námi og kennslu hjá þessum nemendum. Fjóla Stefánsdóttir og Jóhann Ingólfsson frá Sænesi mættu í skólann á samveru síðastliðinn mánudag og afhentu spjaldtölvurnar formlega, en það var Bella Guðjónsdóttir, nemandi í 1. bekk, sem veitti þeim móttöku.

Grenivíkurskóli þakkar Sænesi kærlega fyrir þennan veglega styrk!