Grenivíkurskóli auglýsir eftir skólaliða

Laus er til umsóknar staða skólaliða við Grenivíkurskóla frá 15. ágúst 2021. Við leitum að barngóðum einstaklingi sem er áreiðanlegur og traustur, stundvís, fær í mannlegum samskiptum og getur unnið sjálfstætt. Starfshlutfall getur verið frá 70-100% - eftir samkomulagi - og mögulega getur umsjón með skólavistun verið hluti af starfinu.

Skólaliðar vinna náið með nemendum og öðru starfsfólki skólans; sjá um ræstingar, gæslu í útiveru, aðstoð í matsal og aðstoð við nemendur.

Í Grenivíkurskóla eru rúmlega 50 nemendur í 1. – 10. bekk. Í skólanum er góður starfsandi þar sem leitast er við að haga skólastarfinu í sem fyllsta samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska hvers og eins. Meðal þess sem við leggjum ríka áherslu á er jákvæður skólabragur, góður starfsandi, lýðheilsa og umhverfismennt. Nánari upplýsingar um skólann má finna á www.grenivikurskoli.is

Umsóknarfrestur er til 25. maí 2021. Senda skal umsókn á netfangið thorgeir@grenivikurskoli.is og verður móttaka umsókna staðfest.

Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Þorgeir Rúnar Finnsson, skólastjóri, í síma 414-5410 eða í tölvupósti thorgeir@grenivikurskoli.is