Grenivíkurkirkja - komum saman og minnumst!

Á sunnudaginn 7.nóv kl.14.00 verður Allraheilagramessa í Grenivíkurkirkju kl.14.00.

Þar verða nöfn þeirra einstaklinga sem sóknarprestur Laufásprestakalls hefur jarðsungið síðan á Allraheilagramessu 2020 lesin upp og kveikt verður á kerti fyrir hvert og eitt þeirra.

Einnig verður kveikt á kerti fyrir öll þau hin sem á undan oss eru gengin og ekki eru nefnd.

Sr.Gunnar Einar Steingrímsson, sóknarprestur, leiðir stundina ásamt Petru Björk organista og kirkjukórnum.

Allir velkomnir.