Grenivíkurgleði 2017, 18.-19. ágúst

Dagskráin í ár
Dagskráin í ár

Þá er að koma að hinni árlegu Grenivíkurgleði.  Dagskrá með nokkuð hefðbundnu sniði, margt skemmtilegt fyrir yngri borgarana en sérstaklega er rétt að benda á tónleikana í tengslum við gleðina, með Páli Rósinkranz og Óskari Einarssyni.  Síðustu ár hefur mæting á tónleika verið frábær og gríðargóð stemning, án vafa verður sama upp á tengingnum í ár.

Af öðru má nefna Höfðahlaupið og Höfðagöngu alla helgina, sundlaugarpartý, krakkafjör, ljósmyndasýningu, bryggjuball ofl. ofl.

Rétt að minna á facebooksíðuna þar sem uppfærðar eru allar upplýsingar og breytingar tilkynntar ef einhverjar eru.

Skorað er á alla að gleðjast saman, ganga fallega um og láta Grenivíkurgleði halda sínum góða anda.  Gleðin hefst föstudaginn 18. ágúst.

Góða skemmtun.