Grenivík, enn betri heim að sækja

Í sumar hafa verið gerðar nokkrar endurbætur við sundlaugina á Grenivík. Eldri skjólveggur var fjarlægður sem og girðingar umhverfis laugina, svæðið stækkað og settur upp nýr skjólveggur úr gleri og viði. Svæðið hefur tekið stakkaskiptum við breytingarnar og má nú flokka laugina sem útsýnislaug með fagurt útsýni yfir Eyjafjörð.
5
Untitled-12


Einnig er verið að leggja lokahönd á að koma upp öflugu þráðlausu neti á tjaldsvæðinu á Grenivík, en þar er fyrir ágætt aðstöðuhús með snyrtingum, sturtu og vöskum.

Loks hefur verið unnið að uppbyggingu á lóð Útgerðarminjasafnisin á Grenivík sem stendur niður við sjó og er óvíða fegurra útsýni til mynni Eyjafjarðar, ekki síst þegar kvöldsólin hnígur í sæ. 
Á Grenivík er verslunin Jónsabúð og einnig veitingasthúsið Kontórinn. Það þarf því ekki að væsa um gesti sem hingað koma og eru allir velkomnir.
3