Grenilundur 20 ára, 3. október

Grenilundur
Grenilundur

Þann 3. október eru liðin 20 ár frá því að dvalar- og hjúkrunarheimilið Grenilundur var vígt og hóf starfsemi.  Af því tilefni verður efnt til afmælishófs kl. 16:00 þann dag, þ.e. á miðvikudaginn.  Þar verður boðið upp á tónlistaratriði, einhver smávegis ræðuhöld en aðallega afmæliskaffi.

Allir eru velkomnir í heimsókn á þessa samkomu á Grenilundi og til að sjá heimilið, ekki síst aðstandendur heimilisfólks og íbúar hreppsins.