Gráleppuvertíðin góð í ár

Grásleppuvertíðin stendur nú sem hæst en hún hófst 26. mars síðastliðinn. Veiðitíminn var gefinn út 20 dagar og óvíst hvort einhverjar breytingar verði þar á. Í ár eru 4 bátar sem gera út á grásleppu frá Grenivík og hefur vertíðin gengið vel fram að þessu og var veiði í upphafi með mesta móti miðað við undangengin ár. Það setur óneitanlega skemmtilegan svip á bæjarbraginn þegar vertíðin stendur yfir og drekkhlaðnir bátar koma í höfn með tilheyrandi mannlífi við bryggjuna, ekki síst þegar svona vel gengur. Mynd: Þröstur Friðfinnsson.