Göngur og réttir

Féð lætur sig líklega covid litlu varða.
Féð lætur sig líklega covid litlu varða.

Gangnamenn eru nú í fyrstu göngum og verður réttað um helgina í Gljúfurárrétt.

Vinsamlegast athugið, að vegna sóttvarnarreglna út af covid-19, þá er réttarhaldið lokað, þ.e. einungis skráðum réttarstarfsmönnum frá hverjum bæ er heimilt að mæta til réttar.  Börn fædd 2016 og síðar eru þó undanþegin þessum takmörkunum.

Fyrstu réttir verða sunnudaginn 12. september og hefjast réttarstörfin kl. 9:00.  Aðrar réttir verða sunnudaginn 19. september.