Gengur á gamlar fannir

Það er alltaf meiri bæjarbragur á þegar Frosti er við bryggjuna
Það er alltaf meiri bæjarbragur á þegar Frosti er við bryggjuna

Eftir afar snjóléttan vetur, gott vor og sumar með sæmilegum hitaköflum, er nú farið að ganga á fannir fyrri ára í fjöllum.  Fróðlegt verður að fylgjast með nú í september hvað mun eftir standa í Kaldbak og gaman væri að sjá myndir frá fyrri árum.

Meðfylgjandi mynd var tekin í morgun.  Minnisvarðinn um Látra-Björgu stendur keikur í morgunsólinni, Frosti í heimahöfn á kvótaáramótum og konungurinn Kaldbakur vakir yfir byggðinni sinni aðeins með grámórauðan lagð eftir á herðum .