Fyrsta skóflustungan tekin

Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri, Indriði Þröstur Gunnlaugsson frá Landsbyggðarhúsum, Höskuldur Sk…
Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri, Indriði Þröstur Gunnlaugsson frá Landsbyggðarhúsum, Höskuldur Skúli Hallgrímsson frá Belkod og Gísli Gunnar Oddgeirsson oddviti munduðu skóflurnar.

Í dag var í blíðskaparveðri tekin fyrsta skóflustungan fyrir nýju raðhúsi við Höfðagötu 3 - 5 á Grenivík.  Viðstaddir voru fulltrúar Landsbyggðarhúsa ehf. sem byggir húsið, fulltrúar Belkod ehf. sem flytur húsið inn, sveitarstjórnarfulltrúar, fulltrúi Gjögurs hf., verktakar ofl.

Stefnt er að því að hefja vinnu við jarðvegsskipti nú á allra næstu dögum.