Frítt í sund 17. febrúar - opið 12:00 - 18:30

Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar.  Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt og þar skiptir hreyfing ekki síst máli.

Grýtubakkahreppur bíður frítt í sund til að gefa íbúum aukaskammt af G-vítamíni.

Að fara í sund, taka 100 metrana eða bara láta þreytuna líða úr sér í pottinum er G-vítamín í sinni tærustu mynd!

Við búum öll við geð, rétt eins og við erum öll með hjarta.

Á gvitamin.is blasa við bráð hollar áminningar og ráð til okkar.