Fréttir af slökkviliði Grýtubakkahrepps

Vígalegt lið.  Mynd: Björn Ingólfsson
Vígalegt lið. Mynd: Björn Ingólfsson

Eins og kunnugt er var í upphafi árs ráðinn nýr slökkviliðsstjóri, Þorkell Pálsson í Höfða.  Í framhaldinu var staða varaslökkviliðsstjóra auglýst og í hana var ráðinn Bjarni Arason.  Loks var skipaður varðstjóri, Ingólfur Björnsson.

Með þessum breytingum var síðan tekið upp fastara fyrirkomulag bakvakta milli þeirra þremenninga.

Slökkviliðið hefur einnig aukið æfingar og sótt sér frekari fagmenntun og í sumar fengu flestir liðsmenn löggildingu sem slökkviliðsmenn.  Það er afar mikilvægt fyrir okkur að vita af þessum harðsnúna hópi sem er reiðubúinn til starfa ef kallið kemur.

Rétt er að taka undir varnaðarorð slökkviliðsstjóra sem hann setti inn á íbúasíðuna okkar á dögunum.  Hættur eru margar til að varast þegar hátíð ljóss og friðar nálgast.  Höfum öryggið í fyrirrúmi.