Framkvæmdir á sundlaugarsvæðinu okkar

Kæru sundlaugargestir, sveitungar og annað gott fólk

Nú er sveitarfélagið að ráðast í þá framkvæmd að byggja heitan og kaldan pott ásamt vaðlaug á sundlaugarsvæði okkar.

Framkvæmdin kemur til með að hafa einhver áhrif á sundlaugargesti í sumar en ætlunin er að lágmarka ónæði og óþrif eins og kostur er.  Vonandi kemur ekkert til lokunar á lauginni meðan á þessu stendur. Þegar líður á heyannir þá verður heitapottslaust í einhvern tíma á meðan gamli potturinn verður fjarlægður og nýja aðstaðan tekin í gagnið. Með þessar miklu bætur á sundlaugaraðstöðunni í huga vonumst við til með að sem flestum takist að horfa á þetta með jákvæðni og tilhlökkun þó kyrrðin verði eitthvað rofin í lauginni meðan á þessu stendur. Framkvæmdirnar þurfa vonandi ekki mikið að raska sundlaugarástundun þinni í sumar þó upplifunin verði með "þýðum" framkvæmdahljóðum. Verk sem þetta verður ómögulega unnið í kyrrþey.

Látum okkur hlakka til þegar ný aðstaða verður komin í gagnið.

Gleðilegt sumar og verið velkomin