Frábær útivistardagur foreldra og nemenda Grenivíkurskóla

Foreldrar í foreldrafélagi Grenivíkurskóla buðu í dag börnum sínum í ferð með snjótroðurum upp á Grenivíkurfjall. Bjössi og Hörri ferjuðu krakkana og foreldra upp á fjall og þaðan renndu þeir sér niður í Grenjárdal og fengu sér grillaðar pylsur. Veðrið var eins og best verður á kosið og krakkarnir og foreldrar þeirra kunnu vel að meta útiveruna og samvistirnar á fjallinu. Fleiri myndir hér.