Frá Heilsugæslustöðinni á Grenivík

Nú hefur viðvera Vals Helga læknis á HSN Grenivík breyst. Framvegis verður hann eins og Jón Torfi á Heilsugæslustöðinni fyrir hádegi. Símatími þeirra er frá kl. 9:00 til 9:15 í síma 432 4600 þá daga sem þeir eru á Grenivík. Þegar þið hringið í þetta númer tekur sá sem svarar niður nafn ykkar og símanúmer og læknarnir hringja í ykkur. Gamla númerið okkar           463 3101 er tengt við 432 4600 fyrst um sinn.

Hvet ykkur til að nota Heilsuveru.is bæði fyrir endurnýjun lyfja og til að koma stuttum skilaboðum til læknanna og fá niðurstöður úr rannsóknum. Þegar þið sendið skilaboð setjið þá efst nafn Vals eða Jóns Torfa.

Þið getið haft samband við mig á mánudögum og fimmtudögum frá kl 8:00 til 10:00 eins og læknanna með að hringja í skiptiborðið í síma 432 4600 og ég hringi til baka. Ég er einnig með síma á Heilsugæslunni 432 4455 sem hægt er að ná í mig þegar ég er stödd þar. Gsm sími minn 894 8981 og netfangið sesseljab@hsn.is

Ég er í 70% vinnu og vinnutími minn er:

8:00 til 16:00 á mánudögum.

8:00 til 14:30 á þriðjudögum.

8:00 til 14:30 á miðvikudögum.

8:00 til 15:00 á fimmtudögum.

Er í fríi á föstudögum.

Nú er vaktþjónusta heimilslæknanna komin á HSN á Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands gengið inn á 6 hæðina í gegnum Krónuna. Vaktin er frá kl 14 til 18 á virkum dögum og kl 10 til 14 á helgidögum.

Hjúkrunarfræðingar HSN eru með vakt frá kl. 8:00 til 10:00 virka daga, ekki þarf að panta tima, bara mæta. Hjúkrunarfræðingarnir eru líka með símatíma frá kl 8:00 til 15:00 í síma 432 4600. Þetta er þjónusta sem er fyrir allt þjónustusvæði HSN. Hægt er að hafa samband við hjúkrunarfræðing í síma 1700 allan sólarhringinn til að fá ráðleggingar.

Sesselja