Forsetakosningar 2024

Forsetakosningar verða haldnar 1. júní n.k. eins og alkunna er.  

Kjörskrá Grýtubakkahrepps hefur nú verið yfirfarin og staðfest, hún liggur frammi til skoðunar á skrifstofu hreppsins fram að kjördegi.

Þá verður að venju hægt að kjósa utan kjörfundar á skrifstofu hreppsins á opnunartíma skrifstofunnar og er áformað að utankjörfundaratkvæðagreiðsla geti hafist 7. maí.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er á skrifstofu hreppsins, alla virka mánudaga - fimmtudaga kl. 10:00 - 15:00, fram að kjördegi.