Fögnum sumri í Þorgeirskirkju

Við ætlum að fagna sumri á sumardaginn fyrsta 21. apríl kl. 20.30 í Þorgeirskirkju. Kirkjukórar koma saman. Kórstjórnendur Dagný Pétursdóttir, Petra Björk Pálsdóttir, Jörg Sonderman, og Jaan Alavere leiða saman hesta sína ef svo má að orði komast. Margrét Bóasdóttir söngmálastýra Þjóðkirkjunnar verður með okkur og mun kenna nýja sálma. Prestar flytja ljóð á milli laga, þeir sr. Örnólfur Jóhannes Ólafsson, sr. Bolli Pétur Bollason, sr. Þorgrímur Daníelsson og sr. Sighvatur Karlsson. Mikill söngur og mikil gleði. Verið öll hjartanlega velkomin og gleðilegt sumar! Aðgangur ókeypis!! Eftirfarandi kórar taka þátt: Kór Snartastaðakirkju, Kór Reykjahlíðarkirkju, Kór Skútustaðakirkju,Kór Þóroddstaðakirkju, Kór Lundarbrekkukirkju, Kór Þorgeirskirkju, Kór Hálskirkju, Kór Svalbarðskirkju, Kór Laufáss- og Grenivíkurkirkju, Kór Húsavíkurkirkju.