Ferðaþjónustusvæði, Grýtubakkahreppi – kynning skipulagslýsingar vegna aðal- og deiliskipulags fyrir ferðaþjónustusvæði í Grýtubakkahreppi

Grenivík.  Mynd; Árni Ólafsson.
Grenivík. Mynd; Árni Ólafsson.

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps samþykkti á fundi sínum 8. maí sl. að vísa skipulagslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Grýtubakkahrepps 2010-2022 og deiliskipulags fyrir ferðaþjónustusvæði í Grýtubakkahreppi í kynningarferli skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsverkefnið snýr að deiliskipulagningu svæðis sem skilgreint yrði sem afþreyingar- og ferðamannasvæði. Tvö svæði koma til greina; annars vegar svæðið norðan gatnamóta Lundsbrautar og Grenivíkurvegar og hins vegar svæði ofan Akurbakkavegar, gegnt gamla sláturhúsinu. Miðað er við að á svæðinu yrðu reist fimm smáhýsi auk aðstöðuhúss fyrir ferðaþjónustu.

Skipulagslýsing vegna verkefnisins liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins frá 15. til 29. maí 2023 og er auk þess aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, www.grenivik.is. Opið hús verður á sveitarskrifstofu Grýtubakkahrepps föstudaginn 26. maí milli 12 og 15 þar sem skipulagsfulltrúi mun sitja fyrir svörum varðandi verkefnið. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn frestur til mánudagsins 29. maí 2023 til að gera athugasemdir við skipulagslýsinguna. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á skrifstofu Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á sbe@sbe.is.

Skipulagsfulltrúi