Ert þú til taks fyrir Grenilund? Bakvarðarsveit óskast

Nú þyngist ástand í samfélaginu enn á ný. Við leitum að fólki í varalið Grenilundar.  Hóp sem við getum leitað til ef hópur starfsmanna lendir í sóttkví eða einangrun vegna COVID-19 smits og hjúkrunarheimilið stendur frammi fyrir alvarlegri undirmönnun. Landlæknir hefur mælt með slíkri ráðstöfun við heilbrigðisstofnanir. Að sjálfsögðu er um launuð störf að ræða.

Það eru ýmiss störf sem þarf að sinna á Grenilundi fyrir utan aðhlynningu: eins og þvottur, matseld, sótthreinsun og það sem er mikilvægast að vera heimilsfólki stuðningur á erfiðum tímum.

Skráðu þig í varalið Grenilundar í síma 863-8414 eða sendu tölvupóst á Grenilundur@grenivik.is

Kveðja,

Fjóla V. Stefánsdóttir, forstöðumaður